Hrafnsvarpið


Hrafnsvarpið (Northen Raven) er óður til íslenska Hrafnsins. Hrafninn þykir einstaklega skarpur, gæddur spádómsgáfum og gegnir mikillar virðingar Íslendinga þó oft séu tilfinningar í garð hans blendnar. Um engan fugl hafa verið samdar eins margar íslenskar þjóðsögur, vísur og ljóð.
Hrafnar eru ákaflega tryggir förunaut sínum og fylgjast þeir að til æviloka. Þeir búa vel um egg sín í hreiðri sem kallast laupur, í giljum, gljúfrum, hrauni og jafnvel í mannvirkjum. Þeir eru sérstaklega glysgjarnir og ,,þjófóttir” og safna í laupinn alls kyns drasli, eins og spreki, beinum, snæri, gaddavír, þara og fóðrar hann svo að innan með ull og fjöðrum. Hann heldur síðan mikilli tryggð við hreiður sitt og gætir þess vel.

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
   flaug úr fjalla gjótum;
lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú;
   veifar vængjum skjótum